Lætur fólk ekki vita?
Ekið var á Cherokee bifreið í gærkvöldi og er tjón eigandans verulegt. Tjónvaldurinn ók frá vettvangi án þess að láta bíleigandann vita.
Líklegt er talið að áreksturinn hafi orðið þegar bíl-„eigandinn", ung 17 ára stúlka á fjölskyldubílnum var í Nýja bíó í Keflavík kl. 22 í gær. Þegar sá sem veldur tjóninu lætur ekki vita situr tjónþolinn með allan skaðann sem í þessu tilfelli er á annað hundrað þúsund, nýr stuðari og viðgerð á verkstæði. Tjónvaldurinn hins vegar er ekki í slæmu máli því ábyrgðartrygging hans greiðir viðgerðina.
Tjónvaldurinn er vinsamlegast beðinn um að hafa samband við skrifstofu VÍS í Keflavík eða við skrifstofu Víkurfrétta, sem kemur upplýsingum áfram til eiganda bifreiðarinnar.
Líklegt er talið að áreksturinn hafi orðið þegar bíl-„eigandinn", ung 17 ára stúlka á fjölskyldubílnum var í Nýja bíó í Keflavík kl. 22 í gær. Þegar sá sem veldur tjóninu lætur ekki vita situr tjónþolinn með allan skaðann sem í þessu tilfelli er á annað hundrað þúsund, nýr stuðari og viðgerð á verkstæði. Tjónvaldurinn hins vegar er ekki í slæmu máli því ábyrgðartrygging hans greiðir viðgerðina.
Tjónvaldurinn er vinsamlegast beðinn um að hafa samband við skrifstofu VÍS í Keflavík eða við skrifstofu Víkurfrétta, sem kemur upplýsingum áfram til eiganda bifreiðarinnar.