Stuðlaberg Pósthússtræti opið hús 23.8.
Stuðlaberg Pósthússtræti opið hús 23.8.

Fréttir

Lækningatæki seld af HSS og starfsfólk ritskoðað?
Sunnudagur 7. febrúar 2010 kl. 23:08

Lækningatæki seld af HSS og starfsfólk ritskoðað?

Þær hugmyndir voru reifaðar á fundi heilbrigðisráðuneytisins með framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja að selja tæki og áhöld til að minnka skuldir ríkissjóðs. Tæki sem sumhver voru gjafir frá góðgerðarsamtökum á Suðurnesjum. Þetta fullyrðir Hanna Björg Konráðsdóttir í harðorðri grein sem birtist á vef Víkurfrétta nú í kvöld.


Þá segir einnig í grein Hönnu Bjargar: „Álfheiður Ingadóttur hefur sett starfsmönnun stofnunarinnar stólinn fyrir dyrnar og bendir allt til þess að það sé ritskoðun í gangi. Hún hefur spurst fyrir um starfsmenn og reynt að draga úr því að þeir tjái sig um málefni stofnunarinnar og gagnrýnt skrif þeirra“.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona


Og Hanna bætir við: „Það getur hver maður séð að heilbrigðisráðherra heldur starfsmönnun stofnunarinnar í gíslingu og þessi vinnubrögð eru með öllu ólýðræðisleg. Veit undirrituð ekki betur en hún [Álfheiður Ingadóttir] hafi í broddi fylkingar staðið fyrir utan Alþingi og hrópað háðsyrði og skammarorð um þing er hún sjálf starfaði á. Aðspurð sagði hún að; „það að vera kjörinn á þing tekur ekki af mönnum stjórnarskrárvarinn rétt til þess að lýsa skoðunum sínum hvort heldur í orði eða með þátttöku í friðsamlegum mótmælum.? Nú spyr ég Álfheiður Ingadóttir, hefur þú einkarétt á stjórnarskrárvörðu tjáningarfrelsi? Er þín túlkun á lýðræði á einn veg, eða þannig að þín skoðun sé sú eina rétt og aðrar skoðanir séu að vettugi virtar.


Grein Hönnu Bjargar