Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Föstudagur 2. júlí 1999 kl. 00:16

LÆKKUÐ HRAÐATAKMÖRK VIÐ FJÖLNOTAHÚSIÐ

Lögreglan í Keflavík kærði í vikunni 4 ökumenn fyrir of hraðan akstur á Flugvallarvegi móts við byggingarsvæði hins nýja fjölnota íþróttahúss. Vegna byggingarframkvæmdana hefur hámarkshraði verið lækkaður niður í 30 km/klst en umræddir ökumenn reyndust á allt að 75 km. hraða. Samtals voru 67 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í síðustu viku. TVEIR ÖLVAÐIR OG 20 ÓSKOÐAÐIR Tveir ökumenn reyndust ekki hafa vit á því að láta bíllyklana í friði eftir áfengisdrykkju, einn á föstudagskveldi og hinn á laugardagskvöldi og tuttugu bíleigendur brenndu sig á að hafa ekki fært bifreiðar sínar til aðalskoðunar. Vildu laganna verðir minna bíleigendur á að fyrsta júlí verða eigendur bifreiða hvers númer endar á tölustafnum 4 að vera búnir að koma bifreiðum sínum í skoðum. Það sé ódýrara að greiða aðalskoðun og endurskoðun en sektargreiðslu vegna vanrækslu.
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25