Lækka álagningu á fasteignaskatti
Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á bæjarráðsfundi þann 8. febrár sl. að lækka álagningu á fasteignaskatti á íbúðarhúsnæði (A-húsnæði) úr 0,48% í 0,46% og að lækka álagningu á holræsagjaldi úr 0.17% í 0,15% fyrir A-húsnæði og úr 0,36% í 0.35% fyrir C-húsnæði.
Endurálagningin kemur til framkvæmda í mars og gildir fyrir allt árið, samtals lækka tekjur Reykjanesbæjar um 66 milljónir árið 2018 vegna þessa og verða um 1550 milljónir. Er það í samræmi við gildandi fjárhags- og aðlögunaráætlun sveitarfélagsins.