Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lækjamót: Nýtt hverfi í Sandgerði
Föstudagur 22. ágúst 2003 kl. 09:31

Lækjamót: Nýtt hverfi í Sandgerði

Framkvæmdir eru hafnar við byggingu nýs hverfis í Sandgerði sem heitir Lækjamót. Í Lækjamótahverfinu er gert ráð fyrir um 60 íbúðum sem bæði verða í par- og raðhúsum. Að sögn Reynis Sveinssonar formanns bæjarráðs Sandgerðisbæjar hafa þrjú verktakafyrirtæki nú þegar óskað eftir lóðum í hverfinu, auk húsnæðissamvinnufélagsins Búmanna. Reynir segir að svæðið hafi upp á marga kosti að bjóða. „Þetta verður skemmtileg byggð og það er stutt í ósnorta náttúruna. Nýja hverfið er ekki langt frá grjótnámu Sandgerðinga, en unnið hefur verið að krafti að fylla upp námuna af mold og þar er gert ráð fyrir mjög skemmtilegu útivistarsvæði.“ Töluverðar byggingaframkvæmdir eru í Sandgerði og á þriðjudag verða opnuð tilboð í nýjan miðbæ Sandgerðinga sem Sandgerðisbær hyggst reisa í samvinnu við Búmenn. „Það kemur manni skemmtilega á óvart hve margir einstaklingar eru að byggja hér í Sandgerði, þrátt fyrir barlóminn varðandi kvótann,“ sagði Reynir í samtali við Víkurfréttir.

VF-ljósmynd: Unnið er að gerð gatna í nýja hverfinu í Sandgerði.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024