Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lægsta tilboð 12,4 milljónum undir kostnaðaráætlun
Föstudagur 12. febrúar 2010 kl. 14:43

Lægsta tilboð 12,4 milljónum undir kostnaðaráætlun


Fjögur tilboð bárust í framkvæmdir við stækkun þjónusturýmis við Miðhús í Sandgerði en tilboðin voru opnuð nú í vikunni. Lægsta tilboð átti Ómar Svavarson upp á tæpar 36,4 milljónir en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 48,8 milljónir króna. Hæsta tilboðið hljóðaði upp á 43,3 milljónir króna.
Að sögn Sigurðar Vals Ásbjarnarsonar, bæjarstjóra Sandgerðisbæjar, er verið að meta tilboðin. Gera þarf áreiðanleikakönnun á verktaka en gert er ráð fyrir því að verkið geti hafist síðar í þessum mánuði eða í síðasta lagi um mánaðamótin.
Framkvæmdirnar fela í sér stækkun þjónusturýmis m.a. til að bæta tómstundaaðstöðu aldraðra. Þá verður matsalurinn einnig stækkaður.

Sandgerðisbær á 9 íbúðir sem falla undir félagslegt húsnæði og 18 íbúðir sem eru þjónustuíbúðir fyrir aldraða. Þar af eru átta íbúðir á vegum Búmanna fyrir 60 ára og eldri Að sögn Sigurðar eru tvær Búmannaíbúðir í Vörðunni lausar til leigu en þjónustuíbúðirnar í Miðhúsum eru allar í notkun utan einnar sem fer í notkun fljótlega.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024