Lægst tíðni reykinga í Reykjanesbæ
Unglingar í Reykjanesbæ reykja og drekka síður en unglingar á landinu. Þetta eru nýjar niðurstöður Rannsóknar og greiningar ehf. fyrir árið 2012, þar sem m.a. samanburður fæst m.a. á milli sveitarfélaga og landssvæða.
Samkvæmt könnuninni hefur áfengisneysla og reykingar í 10. bekk árvisst minnkað á landinu öllu undanfarin 10 ár en unglingar í Reykjanesbæ eru með lægstu tíðni reykinga. Þetta kom m.a. fram á íbúafundum með bæjarstjóranum í Reykjanesbæ í þessari viku.
„Þetta eru mjög ánægjulegar niðurstöður fyrir okkur. Við sem samfélag höfum lagt mikla áherslu á forvarnir barna og unglinga, skóli og foreldrar reynast vera mjög vakandi og styðjandi við unga fólkið – og þegar þetta fer saman er von á góðum árangri“ sagði Árni Sigfússon m.a. á íbúafundi.