Lægir þegar líður á daginn
Veðurstofan gerir ráð fyrir suðvestan 15-20 m/s og stöku skúrum á vestanverðu landinu, en nokkuð hægari og léttskýjað austan til. Dregur smám saman úr vindi í dag og 10-15 og slydda vestanlands í nótt, en annars 5-10 og þurrt að kalla. Norðaustan 10-15 m/s og slydda eða snjókoma norðvestanlands á morgun, en annars vestlæg eða breytileg átt, 3-8 og víða skúrir eða slydduél. Kólnandi veður og hiti 0 til 6 stig á morgun, mildast syðst.