Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Lægir smám saman síðdegis og í kvöld
Föstudagur 29. desember 2006 kl. 09:28

Lægir smám saman síðdegis og í kvöld

Á Garðskagavita voru ANA 10 og tæplega 7 stiga hiti kl. 9
Kl. 6 var suðaustanátt, víða 8-13 m/s. Rigning var austanlands, en annar skýjað og úrkomulítið. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast á Seyðisfirði. Lýsing gerð 29.12.2006 kl. 06:55

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Austan 13-18 m/s með rigningu þegar kemur fram á morguninn. Lægir smám saman síðdegis og í kvöld. Gengur í suðvestan 10-15 með skúrum á morgun. Hiti 5 til 10 stig, en heldur kólnandi á morgun.

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Suðaustan og austanátt, víða 13-20 m/s í dag og hvassast sunnantil. Hægari síðdegis, en áfram nokkuð hvasst norðantil fram á kvöld. Rigning, einkum suðaustanlands, en úrkomulítið á N-landi. Áfram hlýtt. Suðvestan 13-18 og skúrir á S- og V-landi á morgun, en talsvert hægari og léttir til fyrir norðan. Fer heldur kólnandi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024