Lægir og léttir til í kvöld
Í morgun kl. 06 var suðvestanátt, 5-15 m/s og súld eða rigning, en þurrt austantil á landinu. Hiti 0 til 12 stig, hlýjast á Eskifirði. Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring: Suðvestan 10-18 m/s og súld eða rigning, en þurrt að mestu austanlands. Vestlægari og víða skúrir eða él síðdegis, en lægir og léttir heldur til í kvöld. Austan 8-15 og slydda en síðan rigning sunnan- og vestanlands í fyrramálið en seint á morgun norðantil. Sunnan 5-10 og súld með köflum sunnanlands síðdegis á morgun. Hiti 5-12 stig en kólnar talsvert í kvöld en aftur hlýnandi á morgun.Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring: Suðvestan 10-15 m/s og súld eða rigning. Lægir og léttir heldur til í kvöld. Hiti 5 til 10 stig, en nálægt frostmarki í kvöld. Austan 5-10 og slydda seint í nótt.