Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lægir í kvöld
Fimmtudagur 15. desember 2005 kl. 09:07

Lægir í kvöld

Klukkan 6 var vestlæg átt, 10-15 m/s. Skúrir með suðvesturströndinni og snjókoma á Raufarhöfn en annars skýjað að mestu. Hiti 0 til 6 stig, svalast á Norðausturhorninu, en hlýjast á Eskifirði.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Vestlæg átt, 5-10 m/s og smávæta. Snýst í norðvestan 8-13 eftir hádegi og léttir til, en lægir í kvöld. Hæg austlæg átt í fyrramálið og þykknar upp seint á morgun. Hiti 1 til 6 stig en 1 til 6 stiga frost í kvöld og á morgun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024