Lægir í dag
Suðvestan 5-13 í fyrstu við Faxaflóa, hvassast á annesjum, en lægir í dag. Breytileg átt 5-10 í kvöld en norðlægari síðdegis á morgun. Él. Frost yfirleitt 0 til 6 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðlæg átt, 3-10 m/s og él í dag, hægari breytileg átt í kvöld en norðlægari á morgun og úrkomulítið. Frost 0 til 5 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt og dálítil él í flestum landshlutum, einkum úti við sjóinn. Frost 1 til 10 stig, kaldast inn til landsins.
Á mánudag:
Norðlæg átt 5-10 m/s og dálítil él, en léttskýjað að mestu sunnantil. Áfram kalt í veðri.
Á þriðjudag:
Gengur í suðaustan hvassviðri. Lengst af úrkomulítið, en bjartviðri fyrir norðan. Minnkandi frost.
Á miðvikudag:
Suðlæga átt og rigning eða slydda, en talsverð rigning um landið sunnanvert. Hiti um og yfir frostmarki.
Á fimmtudag:
Útlit fyrir suðlæga átt og úrkomulítið veður. Heldur kólnandi.