Lægir á morgun og styttir upp
Veðurhorfur á landinu: Gengur í austan 10-18 og rigning um landið S- og V-vert með morgninum, hvassast við SV-ströndina. Hægari og lengst af þurrt NA-til. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast NA-lands.
Austan 8-13 á morgun, en heldur hvassari á Vestfjörðum annan kvöld. Víða rigning með köflum, en lægir smám saman á S- og V-landi. Hiti 8 til 13 stig.
Faxaflói
Austlæg átt, 8-15 m/s og rigning með köflum, en lægir á morgun. Styttir upp annað kvöld. Hiti 8 til 13 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Austan 5-13 m/s, hvassast á annesjum N-til. Skýjað og víða rigning, einkum S- og V-lands. Styttir upp að mestu SV-til um kvöldið. Hiti 6 til 12 stig, mildast á N-landi.
Á miðvikudag:
Suðaustan og austan 3-10 m/s, hvassast syðst og nyrst. Skýjað og dálítil væta með köflum, en þurrt að kalla NA-lands. Hiti 6 til 14 stig, mildast um landið vestanvert.
Á fimmtudag:
Gengur í strekkings austanátt, en hvassviðri eða stormur syðst. Rigning S- og V-lands, en þurrt NA-til. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast V-lands.
Á föstudag, laugardag og sunnudag (hvítasunnudagur):
Útlit fyrir áframhaldandi austlæga átt með vætu, einkum SA-til. Kólnar heldur.
Heimild: Veðurstofa Íslands.