Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lægðirnar rifu upp tré með rótum
Föstudagur 11. febrúar 2011 kl. 15:52

Lægðirnar rifu upp tré með rótum

Þegar klukkan sló fimm í nótt mældist vindhraði 30,4 m/s á Keflavíkurflugvelli og hægt er að sjá ummerki þess á mörgum stöðum. Gott dæmi eru tré sem rifnuðu upp með rótum uppá Ásbrú en áætlað er að þessi tré hafi verið gróðursett á tímum kaldastríðsins. Þarna stóð áður kirkja varnarliðsins og höfðu þessi tré gott skjól þar til kirkjan var rifin á síðasta ári.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Annað tréð féll á þriðjudaginn þegar fyrri lægðin fór yfir Reykjanesskagann en hitt tréð féll í nótt í þeirri seinni. Meðfylgjandi myndir eru teknar af Guðmundi Halli Hallssyni, rafvirkja á síma.