Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Láðist að skila reynslubíl réttindalaus og undir áhrifum
Fimmtudagur 27. apríl 2006 kl. 14:53

Láðist að skila reynslubíl réttindalaus og undir áhrifum

Bílasali í Njarðvík óskaði eftir aðstoð lögreglu í gær þar sem einstaklingur sem hann hafði lánað bíl til reynsluaksturs hafði ekki látið í sér heyra í nokkurn tíma. Var bílasalinn farinn að lengja eftir farskjótanum og fékk því lögregluna til liðs við sig.

Skömmu síðar urðu lögreglumenn varir við bifreiðina og stöðvuðu akstur hennar. Við athugun kom í ljós að ökumaðurinn, sem grunaður um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna, hafði ekki ökuréttindi og hafði í raun aldrei fengið.

Bifreiðin komst því í réttar hendur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024