Kynntu starfsemina og gerðu góðverk
Það var mikið líf og fjör í kaffibrennslu Kaffitárs í Reykjanesbæ sl. laugardag. Þá var opið hús í kaffibrennslunni og bauðst gestum og gangandi að koma og kynna sér starfsemina og sjá hvernig kaffi er brennt, malað og sett í viðeigandi pakkningar.
Starfsfólk fyrirtækisins vann allt í sjálfboðavinnu á laugardaginn, enda var að það vinna að góðverki en öll framleiðsla dagsins var gefin til góðgerðasamtaka eins og Fjölskylduhjálpar Íslands og Mæðrastyrksnefndar.
Fóru ófáir kassar á fjögur bretti sem í dag verður ekið til samtakanna en m.a. fór bretti af kaffi til Fjölskylduhjálparinnar sem hefur dreifingu á matvælum hér í Reykjanesbæ á fimmtudaginn.
Meðfylgjandi myndir voru teknar á opna húsinu í Kaffitári á laugardaginn.
Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson