Kynntu forsætisráðherra skurðstofuhugmyndir
Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra voru kynntar hugmyndir stjórnenda Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja um byggingu tveggja fullkominna skurðstofa á þriðju hæð svokallaðrar D-álmu nú í dag. Forsætisráðherra er í heimsókn í Reykjanesbæ þar sem hann kynnir sér starfsemi fyrirtækja og stofnana. Tvær nýjar skurðstofur kosta um 200 milljónir króna.
Forsætisráðherra hóf yfirreið sína um Reykjanesbæ í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, þar sem hann hlaut mikið lófaklapp nemenda. Þaðan var farið til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, ekið út í Helguvík og þaðan í Heiðarskóla þar sem skólastarfið var skoðað.
Myndin: Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, skoðar teikningar af hugsanlegum skurðstofum á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í dag. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson