Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kynnisferðir kvarta vegna almenningssamgangna í Sandgerði
Þriðjudagur 11. apríl 2006 kl. 10:49

Kynnisferðir kvarta vegna almenningssamgangna í Sandgerði

Kynnisferðir hafa sett sig upp á móti almenningsvagnaferðum Sandgerðisbæjar þar sem þeir telja að þær brjóti í bága við sérleyfi Kynnisferða á milli Sandgerði og Reykjanesbæjar.

Vegagerðin sendi Sandgerðisbæ bréf með ósk um afstöðu bæjarins vegna kvörtunarinnar og var það lagt fram á síðasta fundi bæjarráðs. Bæjarstjóri gerði þar grein fyrir því að lögmaður bæjarfélagsins hefur nú þegar svarað erindi Vegagerðar ríkisins.

Sandgerðisbær telur sig hafa heimild til að standa að almenningsvagnaferðum um sveitarfélagið. Hér sé um að ræða fólksflutninga innan sveitarfélagsins s.s. ferðir fyrir fatlaða einstaklinga, skólabörn svo og ferðir innan sveitarfélagsins þar á meðal ferðir að Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. sem er innan sveitarfélagsins.
Bæjarfélagið lítur svo á að hér sé um að ræða almenningsvagnaferðir eins og tíðkast í Reykjanesbæ og er gjaldfrjáls.

Í fundargerð bæjarráðs segir m.a.:
„Sá aðili sem tók að sér ofangreindar ferðir fyrir Sandgerðisbæ flytur jafnframt fólk frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar til Reykjanesbæjar en það er ljóst að sú leið er án sérleyfis.
Skv. ofangreindum skýringum er ljóst að Sandgerðisbær telur sig ekki á nokkurn hátt vera að brjóta gegn sérleyfi Kynnisferða sem byggist á útboði þar sem ekkert samráð var haft við sveitarfélagið.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024