Fréttir

  • Kynnir fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2015-2018
  • Kynnir fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2015-2018
    Frá íbúafundinum ó október.
Mánudagur 26. janúar 2015 kl. 09:27

Kynnir fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2015-2018

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar hefur boðað til opins fundar og kynningar á fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2015-2018. Fundurinn verður í Bergi, Hljómahöll, miðvikudaginn 28. janúar nk. kl. 20:00.

Á fundinum verður farið yfir það helsta sem gerst hefur frá því að íbúafundur var haldinn í Stapa þann 29. október sl. Farið verður yfir lykiltölur og verkefni í fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2015-2018 og samkomulag við innanríkisráðherra kynnt. Auk þess gefst fundarmönnum tækifæri til að spyrja og ræða málin, segir í tilkynningu frá Reykjanesbæ.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024