Kynningarfundur um tómatagróðurhús í Grindavík
Almennur kynningarfundur um 15 hektara gróðurhús til tómataframleiðslu á iðnaðarreit vestan bæjarins, skv. aðalskipulagi Grindavíkurbæjar, verður haldinn í Kvikunni, Hafnargötu 12a í Grindavík á morgun, miðvikudaginn 16. október nk. kl. 17:00. Fyrirhuguð er ræktun á tómötum sem fluttir verða á markað í Bretlandi.
Á fundinum mun Róbert Ragnarsson bæjarstjóri segir frá stöðu skipulagsmála. Fulltrúi Greenhouse Project Esbro kynnir verkefnið og fer sú kynning fram á ensku.
Fundurinn er öllum opinn, segir í tilkynningu frá Grindavíkurbæ.