Kynningarfundur um stefnumótandi stjórnunaráætlanir í ferðaþjónustu
Stjórnstöð ferðamála og Ferðamálastofa boða til kynningarfunda um gerð stefnumarkandi stjórnunaráætlana, Destination Management Plans - DMP, um landið og verður fundur á Reykjanesi haldinn á fimmtudaginn í næstu viku, 13. október klukkan 9:30.
Á fundunum munu fulltrúar Ferðamálastofu og Stjórnstöðvar ferðamála kynna verkþætti og tímalínu verkefnisins auk þess sem skoski ráðgjafinn Tom Buncle mun fara ítarlega yfir eðli, markmið og tilgang slíkra verkefna og hvernig þau geta nýst inn í framtíðarskipulag og þróun svæða.
Fundirnir eru öllum opnir en þeir eru meðal annars ætlaðir fulltrúum sveitarfélaga, markaðsstofum, atvinnuþróunarfélögum, ferðaþjónum, upplýsingamiðstöðvum og öðrum þjónustuaðilum, svo sem öryggis- og viðbragðsaðilum, íbúum og fleirum.
Skráning fer fram á vef ferðamálastofu www.ferdamalastofa.is