Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 13. október 2003 kl. 09:27

Kynningarfundur um menningarmiðstöð ungs fólks

Menningar-, íþrótta- og tómstundasvið Reykjanesbæjar hélt ásamt bæjarstjóra kynningarfund 8. október sl. með íbúum við væntanlega félags- og menningarmiðstöð ungs fólks að Hafnargötu 88. Á fundinum voru kynntar breytingar á umhverfi miðstöðvarinnar sem verður girt af og hvaða starfsemi mun fara þar fram. Stefnt er að því að opna félags- og menningarmistöð fyrir 18 til 20 ára í mánuðinum en flutningi Fjörheima hefur verið frestað fram yfir áramót.

Óskað hefur verið eftir ungu fólki í húsráð til þess að taka þátt í mótun á starfsemi hússins. Frekari upplýsingar veitir forstöðumaður Fjörheima Hafþór Barði Birgisson, segir á vef bæjarins.

Taktu þátt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024