Kynningarfundur um íbúðalán í kvöld
Landsbanki Íslands heldur kynningarfund um nýju íbúðalánin í útibúi bankans að Hafnargötu 57 í kvöld. Fundurinn hefst kl 20 og er „fjármálastjórum heimilanna“ sérstaklega boðið á fundinn.
Þar munu sérfræðingar bankans svara spurningum varðandi nýju lánin, áhrif þeirra á fjármál heimilanna og hvernig breyttir tímar kalla á nýja hugsun varðandi greiðslubyrði. Pétur Bjarni Guðmundsson hjá fasteignaþjónustu Landsbankans fjallar um þá ráðgjöf sem bankinn býður viðskiptavinum sínum varðandi lánamálin og gerir grein fyrir lánamöguleikum.
Skráning fer fram í síma 410-8172 eða með tölvupósti á netfangið [email protected]