Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kynningarfundur grunnskóla í Stapa
Mánudagur 9. maí 2005 kl. 10:31

Kynningarfundur grunnskóla í Stapa

Foreldrum grunnskólabarna sem hefja nám í haust er boðið til kynningarfundar í Stapa þann 10. maí klukkan 17:15 þar sem kynnt verður skólastarf í Reykjanesbæ.

Fjallað verður um alla grunnskóla bæjarfélagsins, frístundaskóla og tónlistarskóla. Skólastjórar kynna í stuttu máli skólastarf og stefnu hvers skóla.

Mikilvægt er að foreldrar mæti og kynni sér starf skólanna því frá og með næsta hausti taka gildi nýjar reglur um innritun og val á skóla þannig að foreldrar eigi kost á að velja skóla fyrir börnin sín óháð búsetu/skólahverfi.

Innritun 6 ára barna (fædd 1999), sem hefja eiga nám í grunnskólum Reykjanesbæjar haustið 2005 fer fram á Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar, Hafnargötu 57, í síma 421 6700.

Tekið af vef Reykjanesbæjar.

VF-mynd úr safni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024