Kynning á Stapaskóla á morgun
Reykjanesbær mun standa fyrir kynningu á Stapaskóla í Dalshverfi í sal Akurskóla miðvikudaginn 16. janúar. Kynningin hefst kl. 17:30 og lýkur 18:30. Framkvæmdir við fyrsta áfanga Stapaskóla hófust á dögunum en skrifað var undir samning við Eykt ehf. undir lok síðasta árs.
Foreldrar/forráðamenn barna í Dalshverfi og allir áhugasamir um framkvæmdina eru hvattir til að mæta á fundinn. Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs og Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs munu sjá um kynninguna, segir í tilkynningu á vef Reykjanesbæjar.