Kynning á nýrri Bláa Lóns psoriasisrannsókn
Kynning á nýrri Bláa Lóns psoriasisrannsókn verður haldin kl 20.00 þriðjudaginn 13. apríl í fundarsal Hreyfingar, Glæsibæ. Jenna Huld Eysteinsdóttir, læknir á húðdeild Landspítala Háskólasjúkrahúsi mun kynna rannsóknina, en rannsóknin er doktorsverkefni hennar.
Rannsóknin er samstarfsverkefni Bláa Lónsins, Læknadeildar HÍ og húðdeildar Landspítalans. Um er að ræða viðamikla rannsókn á áhrifum psoriasismeðferðar Bláa Lónsins. Markmið rannsóknarinnar er að skoða bæði klínísk og ónæmisfræðileg áhrif meðferðarinnar og bera saman við hefðbundna UVB ljósameðferð.
Rannsóknin er styrkt af Tækniþróunarsjóði og Vísindasjóði Landspítalans. Rannsóknin er samþykkt af Vísindasiðanefnd og ábyrgðarmaður hennar er Jón Hjaltalín Ólafsson yfirlæknir á húðsjúkdómadeild Landspítala Háskólasjúkrahúsi.
Einstaklingum með skellupsoriasis gefst kostur á að taka þátt í rannsókninni og er meðferð þátttakendum að kostnaðarlausu. Allir þátttakendur fá rakakrem á meðan á rannsókn stendur. Umsóknarfrestur er til 30. apríl. Áhugasamir eru hvattir til að sækja kynningarfundinn.
Bláa Lóns psoria
sismeðferðin er einstök náttúruleg meðferð. Hún byggir fyrst og fremst á böðun í jarðsjó Bláa lónsin sem þekktur er fyrir lækningamátt og virku efnin kísil, steinefni og þörunga.
Meðferðin fer fram í Bláa Lóninu lækningalind sem fjöldi íslenskra og erlendra psoriasissjúklinga nýtir sér á hverjum degi með góðum árangri.