Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kynna viðbyggingu við íþróttamiðstöðina í Garði
Svona verður viðbyggingin við íþróttamiðstöðina í Garði. Tölvugerð mynd.
Föstudagur 28. september 2012 kl. 08:33

Kynna viðbyggingu við íþróttamiðstöðina í Garði

Eitt af þeim málum sem verða til umfjöllunar á íbúafundi í Garði á þriðjudagskvöld er viðbygging við íþróttamiðstöðina í Garði. Verkfræðistofan Verkmáttur í Garði hefur unnið að tillögu að viðbyggingu sem kynnt verður á fundinum.

Búið er að hengja upp plaköt til kynningar á fyrirhugaðri viðbyggingu ofan á íþróttamiðstöðina í Garðinum. Plakötin hanga uppi í anddyri íþróttahússins og á neðri gangi á bæjarskrifstofu.

Íbúar í Garði eru hvattir til að kíkja við og kynna sér bygginguna en til stendur að kynna kostnað og annað henni tengt, ásamt framtíðarsýn Gerðaskóla, á íbúafundi nk. þriðjudag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024