Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kynna sameiningarmöguleika Garðs og Sandgerðis í kvöld
Frá Sveitarfélaginu Garði. VF-mynd: Hilmar Bragi
Miðvikudagur 22. febrúar 2017 kl. 11:04

Kynna sameiningarmöguleika Garðs og Sandgerðis í kvöld

Íbúar í Garði hafa verið boðaðir til fundar í kvöld þar sem kynning á hugmyndum um sameiningu stjórnsýslunnar í Garði og Sandgerði fer fram og á þeirri framtíðarsýn sem sem lagt er upp með. Fundurinn í Garði verður í Miðgarði, sal Gerðaskóla, og stendur frá kl. 19:30 til 21:30.
 
Dagskrá:
1. Hvers vegna skyldu kostir og gallar við sameiningu bæjarfélaganna Garðs og Sandgerðis kannaðir?  
2. Framtíðin – mögulegar sviðsmyndir kynntar.
3. Framtíðaráherslur – hver er sýn íbúa?
 
Sama fundarefni verður svo á morgun, fimmtudag, í Sandgerði. Þá verður fundur í Vörðunni kl. 17:00 til 19:00.
 
Fundirnir eru öllum opnir og íbúar sveitarfélaganna eru velkomnir á hvorn fundinn sem er.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024