Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Kynna lífrænar vörur í Kaskó
Föstudagur 17. september 2004 kl. 16:19

Kynna lífrænar vörur í Kaskó

Nú stendur yfir kynning á lífrænum vörum í verslun Kaskó við Iðavelli. Fjögur fyrirtæki sem sérhæfa sig í framleiðslu eða sölu á lífrænum vörum kynna þar starfsemi sína og framleiðslu.
Brauðhúsið í Grímsbæ kynnir brauð sem einungis eru ræktuð úr lífrænum efnum; Garðyrkjustöðin Akur í Laugarási í Bláskógabyggð kynnir lífrænt ræktað grænmeti og verslunin Yggdrasill kynnir lífræna grænmetis- og ávaxtasafa. Einnig er fyrirtækið Bio bú með kynningu á lífrænni jógúrt.
Kynningin stendur yfir til klukkan 18 í dag og er boðið upp á ýmis tilboð í tengslum við lífræna heilsuveislu í verslun Kaskó.

Myndin: Frá kynningunni í Kaskó í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024