Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kynna fjárhag sveitarfélagsins fyrir bæjarbúum
Þriðjudagur 17. nóvember 2015 kl. 09:20

Kynna fjárhag sveitarfélagsins fyrir bæjarbúum

– og uppbyggingu ferðaþjónustu á Garðskaga

Bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs hefur ákveðið að boða til íbúafundar í Garði á mánudagskvöld. Fundurinn verður til kynningar á fjárhagsáætlun og fjárhag sveitarfélagsins.

Á fundinum verður einnig kynnt uppbygging á ferðaþjónustu á Garðskaga og drög að samningi á milli Sveitarfélagsins Garðs og Garðskaga ehf. um uppbyggingu ferðaþjónustu og afnot af eignum sveitarfélagsins á Garðskaga.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024