Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kylfingur.is fær nýtt útlit
Mánudagur 16. apríl 2007 kl. 10:55

Kylfingur.is fær nýtt útlit

Kylfingur.is, sem er vefur í eigu Víkurfrétta,  hefur nú fengið andlitslyftingu.  Markmiðið með breytingunum er auðvelda hinum stóra og trygga lesendahópi enn frekar aðgang að því efni sem þar að finna.

Fljótlega verður settur inn flokkur sem nefnist Golf-Blogg. Þar munu lesendur geta tjáð sig um golfíþróttina og allt sem henni viðkemur undir nafni eða „gælunafni“. Síðan verður haldið áfram að þróa síðuna enn frekar.

Kylfingur.is mun fylgjast með öllum stærstu golfmótum hér heima og erlendis og flytja fréttir og viðtöl. Sérstaklega verður fylgst með Kaupþing mótaröðinni og þá verður lögð meiri áhersla á Vef-TV (myndbönd) en áður. 

Kylfingur.is er eini golffréttavefur landsins og hefur verið í loftinu í tæp tvö ár. Lesendum hefur fjölgað jafnt og þétt og eru innlit á vefinn  nú um 20 þúsund á viku.

Mynd: Ný forsíða á www.kylfingur.is.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024