Kylfa og kannabis í nærbuxunum
Lögreglan á Suðurnesjum fór í húsleit í íbúðarhúsnæði í umdæminu um helgina, að fengnum húsleitarúrskurði Héraðsdóms Reykjaness. Í húsnæðinu fundust meðal annars fjórir pokar af meintu amfetamíni fyrir utan eldhúsglugga og einn poki af meintu kannabisefni í nærklæðum ungrar konu sem þar var stödd. Konan kvaðst eiga þessi meintu fíkniefni og viðurkenndi að hafa kastað hluta þeirra út um gluggann þegar hún varð vör við að það var lögreglan sem knúði dyra. Þá haldlagði lögreglan kylfu í húsnæðinu. Húsráðandi veitti mikla mótspyrnu við handtöku og brotnaði við það hliðarspegill á lögreglubifreið.