Kvótaskerðingin: Þungur skellur fyrir Suðurnes (Uppfært)
Atvinnulíf á Suðurnesjum fékk þungan skell í síðustu viku þegar sjávarútvegsráðherra ákvað að skerða aflaheimildir í þorski um 63.000 tonn, eða um 30%. Mun þetta hafa slæm áhrif bæði á stærri og minni útgerðir sem og starfsemi fiskverkunar.
Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun, sem miða við árið 2005, starfaði um 15% vinnandi manna og kvenna á Suðurnesjum við Fiskveiðar og fiskvinnslu, sem er langt umfram landsmeðaltal sem er um 7%.
Stjórnvöld hafa boðað mótvægisaðgerðir en lítið liggur fyrir með slíkt á Suðurnesjum annað en að Suðurstrandarvegur skal kláraður.
Víkurfréttir höfðu samband við nokkra hagsmunaaðila á svæðinu, bæði innan atvinnugreinarinnar og eins hjá bæjarfyfirvöldum og inntu þá eftir viðbrögðum.
Sérlega slæmt fyrir einyrkjana
Halldór Ármannsson, formaður Reykjaness – félags smábátaeigenda á Reykjanesi, sem telur tæplega 100 báta, er mjög uggandi yfir framtíðinni.??„Þetta hefur mjög slæm áhrif hér á svæðinu. Þetta er sérlega slæmt fyrir okkur í krókakerfinu því aflaheimildir okkar eru svo sterkar í þorski.“??Með minnkandi aflaheimildum er óhætt að gera ráð fyrir því að erfiðleikum verði bundið, sérstaklega fyrir minni útgerðir að bera sig. Halldór segir vissulega útlit fyrir mikla erfiðleika. „Það sjá allir að ef þú værir bara með vinnu í 8 mánuði á ári væru ekki margir sem næðu endum saman á þeim tíma.“??
Þeir sem fylgjast með fréttum af sjávarútvegi muna sjálfsagt eftir mokfiskiríi sem gerði hér á miðunum í vor. Bátar og skip komu drekkhlaðnir í land svo elstu menn mundu vart aðra fiskigengd. Þykir þá sumum skjóta skökku við að Hafrannsóknarstofnun segi stöðu stofnsins alvarlega.
„Þetta er ekki í anda þess sem við erum að upplifa í veiði og þess háttar. Það hlýtur að vera eitthvað annað en vöntun á fiski sem kemur til í þessari ákvörðun. Ég segi það hreint út að ég trúi því að þetta sé gert í hagfræðilegu sjónarmiði, að þarna sé verið að slá á puttana á mönnum sem hafa verið að byggja sig upp. Menn hafi ekki verið sáttir við að það séu litlir karlar sem hafi verið að gera of mikið í kerfinu.“
Smábátaútgerðarmenn á Suðurnesjum hafa verið duglegir við að kaupa sér kvóta undanfarið og hljóta lán og annað því að vera í uppnámi. Halldór segir Sparisjóðinn í Keflavík hafa staðið vel við bakið á sjómönnum í uppbyggingunni en það verði erfitt að láta enda ná saman eftir áfallið.
„Við hefðum frekar viljað auka þorskveiði. Við höfum frekar trú á því að hægt sé að byggja upp sterkan stofn ef loðnuveiði er minnkuð til að þorskurinn hefði æti, heldur en að setja á friðun.“
„Vinnum alltaf að atvinnumálum“
„Maður er bara alveg mát!“ segir Þorsteinn Erlingsson, bæjarfulltrúi, útgerðarmaður og einnig formaður atvinnu- og hafnaráðs Reykjanesbæjar, um þessi tíðindi og segir þau mikið áfall fyrir svæðið. Hann bætti því við að aldrei mætti slaka á klónni í atvinnumálum.
?„Frá árinu 1994 þegar Reykjanesbær var stofnaður, höfum við lagt áherslu á atvinnumál almennt og þá sérstaklega eitthvað stórt. Það er að gerast núna hjá okkur. Þó það hafi verið þensla í landinu höfum við alltaf haldið áfram að vinna að þessu og þó það komi álver hingað munum við samt halda áfram. Því við vitum aldrei hvenær áföllin verða.“
Vill sjá nánari útlistun á aðgerðum
Grindavík er það bæjarfélag á landinu sem er með mestar aflaheimildir í þorski, eða um 18.000 tonn á yfirstandandi fiskveiðitímabili, og kemur skerðingin þar af leiðandi mjög illa niður á öllum þáttum samfélagsins þar, útgerðum, starfsfólki og bæjarsjóði.
Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri, sagði í samtali við Víkurfréttir að kynning stjórnvalda á aðgerðum sé mjög almennt orðuð. Hann vildi sjá nánari útlistun sem fyrst en það sé gott að vita að það sé verið að vinna í málinu.
„Þetta er auðvitað gríðarlegt áfall fyrir okkur en stjórnvöld fara vonandi í að jafna tekjur sveitarfélaganna með jöfnunarsjóði, en annað sem kemur til greina er að færa stofnanir út á land, til dæmis hefur Hafrannsóknarstofnun verið með starfsemi í Grindavík sem er hægt að efla og eins er vöxtur í þorskeldi, en þetta eru dæmi um aðgerðir sem við hyggjumst kynna fyrir stjórnvöldum.“
Aðspurður um hugsanleg áhrif skerðingarinnar á Grindavíkurbæ sagði Ólafur að það væri erfitt að meta tekjutap bæjarins en það myndi koma í ljós með tímanum.
Bjóst frekar við aukningu
Hermann Ólafsson, framkvæmdastjóri Stakkavíkur í Grindavík, segir niðurskurðinn að sjálfsögðu hafa mikil áhrif á starfsemina, en hjá þeim vinna allt upp í 70 manns á sjó og í landi þegar mest er.
„Þetta er sérstaklega bagalegt fyrir okkur því við erum búnir að vera að kaupa okkur kvóta undanfarið. Miðað við aflann bjuggumst við allt eins við að kvótinn yrði aukinn eða í versta falli að hann yrði látinn standa óbreyttur.
Nú höfum við tvo kosti í málinu. Það er annars vegar að vinna á eðlilegum hraða og stöðva þá vinnslu vegna hráefnisskorts eða þá að draga saman vinnsluna þegar mest er og láta kvótann þá endast lengur. Annars er erfitt að spá fyrir hvernig þetta þróast en við munum bara spila þetta eftir eyranu.“
Hermann bætti því við aðspurður að hann byggist ekki við að þurfa að grípa til uppsagna.
Erfið staða hafnanna
Staða hafna víða um land hefur verið í brennidepli enda eru þær margar hverjar reknar með bullandi tapi og eru þær á Suðurnesjum engin undantekning. Í Sandgerði, Grindavík og Reykjanesbæ eru hafnir reknar með tugmilljónatapi á hverju ári og sér ekki fyrir endan á þeirri hít.
Bæjarráð Sandgerðis setti fram í vikunni bókun þar sem lýst er furðu á því að ekki hafi veirð minnst á Sandgerði í mótvægisaðgerðum stjórnvalda. Minnt var á að 10.000 tonn af kvóta hafi farið frá Sandgerðisbæ fyrir um áratug og bærinn skilinn eftir með fjárfestingar í hafnaraðstöðu upp á hundruði milljóna króna.
Fyrirtæki í bænum hafi lagt sig fram við að byggja upp rekstur með kaupum á aflaheimildum sem nú sé verið að rýra og feli í sér enn meiri vandræði fyrir rekstur hafnarinnar.
Svipuð staða er í Grindavík þar sem árlegt tap hafnarinnar nemur um 50 milljónum á ári. Ólafur bæjarstjóri kallar eftir sértækum aðgerðum í málefnum hafna landsins. „Eitt af því sem hægt væri að gera jafnt hjá okkur sem og Sandgerði er að stjórnvöld gætu beitt sér fyrir skuldbreytingu á skuldum hafna til að fá lán með hagstæðari vöxtum til að bæta rekstrarskilyrði skuldugri hafna. Það er mikilvægt að við fáum aðstoð annað hvort til að auka tekjur eða lækka kostnað og þar horfi ég sérstaklega á þennan fjármagnskostnað.“
Staðan á svæðinu gæti orðið afar erfið á næstu árum þar sem þau hundruð starfa sem tengjast þorskveiðum og vinnslu hér á Suðurnesjum eru í uppnámi. Ekki má hins vegar gleyma því að fyrirtækin hafa verið að tryggja sér markaði víða um heim af mikilli einurð og dugnaði. Þá eru sum fyritæki sem reiða sig mikið á leigukvóta eða fisk af mörkuðum og á verð þar eflaust eftir að hækka mikið.
Sama hvernig fer er ljóst að stjórnvöld verða að leggja til nánari aðgerðaáætlun verðandi Suðurnes því fá svæði eiga eins mikið undir fiskveiði.
Tækifærin í atvinnumálum eru sem betur fer mýmörg og fjölbreytt, en nú þurfa hugmyndir að verða að framkvæmdum.
Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun, sem miða við árið 2005, starfaði um 15% vinnandi manna og kvenna á Suðurnesjum við Fiskveiðar og fiskvinnslu, sem er langt umfram landsmeðaltal sem er um 7%.
Stjórnvöld hafa boðað mótvægisaðgerðir en lítið liggur fyrir með slíkt á Suðurnesjum annað en að Suðurstrandarvegur skal kláraður.
Víkurfréttir höfðu samband við nokkra hagsmunaaðila á svæðinu, bæði innan atvinnugreinarinnar og eins hjá bæjarfyfirvöldum og inntu þá eftir viðbrögðum.
Sérlega slæmt fyrir einyrkjana
Halldór Ármannsson, formaður Reykjaness – félags smábátaeigenda á Reykjanesi, sem telur tæplega 100 báta, er mjög uggandi yfir framtíðinni.??„Þetta hefur mjög slæm áhrif hér á svæðinu. Þetta er sérlega slæmt fyrir okkur í krókakerfinu því aflaheimildir okkar eru svo sterkar í þorski.“??Með minnkandi aflaheimildum er óhætt að gera ráð fyrir því að erfiðleikum verði bundið, sérstaklega fyrir minni útgerðir að bera sig. Halldór segir vissulega útlit fyrir mikla erfiðleika. „Það sjá allir að ef þú værir bara með vinnu í 8 mánuði á ári væru ekki margir sem næðu endum saman á þeim tíma.“??
Þeir sem fylgjast með fréttum af sjávarútvegi muna sjálfsagt eftir mokfiskiríi sem gerði hér á miðunum í vor. Bátar og skip komu drekkhlaðnir í land svo elstu menn mundu vart aðra fiskigengd. Þykir þá sumum skjóta skökku við að Hafrannsóknarstofnun segi stöðu stofnsins alvarlega.
„Þetta er ekki í anda þess sem við erum að upplifa í veiði og þess háttar. Það hlýtur að vera eitthvað annað en vöntun á fiski sem kemur til í þessari ákvörðun. Ég segi það hreint út að ég trúi því að þetta sé gert í hagfræðilegu sjónarmiði, að þarna sé verið að slá á puttana á mönnum sem hafa verið að byggja sig upp. Menn hafi ekki verið sáttir við að það séu litlir karlar sem hafi verið að gera of mikið í kerfinu.“
Smábátaútgerðarmenn á Suðurnesjum hafa verið duglegir við að kaupa sér kvóta undanfarið og hljóta lán og annað því að vera í uppnámi. Halldór segir Sparisjóðinn í Keflavík hafa staðið vel við bakið á sjómönnum í uppbyggingunni en það verði erfitt að láta enda ná saman eftir áfallið.
„Við hefðum frekar viljað auka þorskveiði. Við höfum frekar trú á því að hægt sé að byggja upp sterkan stofn ef loðnuveiði er minnkuð til að þorskurinn hefði æti, heldur en að setja á friðun.“
„Vinnum alltaf að atvinnumálum“
„Maður er bara alveg mát!“ segir Þorsteinn Erlingsson, bæjarfulltrúi, útgerðarmaður og einnig formaður atvinnu- og hafnaráðs Reykjanesbæjar, um þessi tíðindi og segir þau mikið áfall fyrir svæðið. Hann bætti því við að aldrei mætti slaka á klónni í atvinnumálum.
?„Frá árinu 1994 þegar Reykjanesbær var stofnaður, höfum við lagt áherslu á atvinnumál almennt og þá sérstaklega eitthvað stórt. Það er að gerast núna hjá okkur. Þó það hafi verið þensla í landinu höfum við alltaf haldið áfram að vinna að þessu og þó það komi álver hingað munum við samt halda áfram. Því við vitum aldrei hvenær áföllin verða.“
Vill sjá nánari útlistun á aðgerðum
Grindavík er það bæjarfélag á landinu sem er með mestar aflaheimildir í þorski, eða um 18.000 tonn á yfirstandandi fiskveiðitímabili, og kemur skerðingin þar af leiðandi mjög illa niður á öllum þáttum samfélagsins þar, útgerðum, starfsfólki og bæjarsjóði.
Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri, sagði í samtali við Víkurfréttir að kynning stjórnvalda á aðgerðum sé mjög almennt orðuð. Hann vildi sjá nánari útlistun sem fyrst en það sé gott að vita að það sé verið að vinna í málinu.
„Þetta er auðvitað gríðarlegt áfall fyrir okkur en stjórnvöld fara vonandi í að jafna tekjur sveitarfélaganna með jöfnunarsjóði, en annað sem kemur til greina er að færa stofnanir út á land, til dæmis hefur Hafrannsóknarstofnun verið með starfsemi í Grindavík sem er hægt að efla og eins er vöxtur í þorskeldi, en þetta eru dæmi um aðgerðir sem við hyggjumst kynna fyrir stjórnvöldum.“
Aðspurður um hugsanleg áhrif skerðingarinnar á Grindavíkurbæ sagði Ólafur að það væri erfitt að meta tekjutap bæjarins en það myndi koma í ljós með tímanum.
Bjóst frekar við aukningu
Hermann Ólafsson, framkvæmdastjóri Stakkavíkur í Grindavík, segir niðurskurðinn að sjálfsögðu hafa mikil áhrif á starfsemina, en hjá þeim vinna allt upp í 70 manns á sjó og í landi þegar mest er.
„Þetta er sérstaklega bagalegt fyrir okkur því við erum búnir að vera að kaupa okkur kvóta undanfarið. Miðað við aflann bjuggumst við allt eins við að kvótinn yrði aukinn eða í versta falli að hann yrði látinn standa óbreyttur.
Nú höfum við tvo kosti í málinu. Það er annars vegar að vinna á eðlilegum hraða og stöðva þá vinnslu vegna hráefnisskorts eða þá að draga saman vinnsluna þegar mest er og láta kvótann þá endast lengur. Annars er erfitt að spá fyrir hvernig þetta þróast en við munum bara spila þetta eftir eyranu.“
Hermann bætti því við aðspurður að hann byggist ekki við að þurfa að grípa til uppsagna.
Erfið staða hafnanna
Staða hafna víða um land hefur verið í brennidepli enda eru þær margar hverjar reknar með bullandi tapi og eru þær á Suðurnesjum engin undantekning. Í Sandgerði, Grindavík og Reykjanesbæ eru hafnir reknar með tugmilljónatapi á hverju ári og sér ekki fyrir endan á þeirri hít.
Bæjarráð Sandgerðis setti fram í vikunni bókun þar sem lýst er furðu á því að ekki hafi veirð minnst á Sandgerði í mótvægisaðgerðum stjórnvalda. Minnt var á að 10.000 tonn af kvóta hafi farið frá Sandgerðisbæ fyrir um áratug og bærinn skilinn eftir með fjárfestingar í hafnaraðstöðu upp á hundruði milljóna króna.
Fyrirtæki í bænum hafi lagt sig fram við að byggja upp rekstur með kaupum á aflaheimildum sem nú sé verið að rýra og feli í sér enn meiri vandræði fyrir rekstur hafnarinnar.
Svipuð staða er í Grindavík þar sem árlegt tap hafnarinnar nemur um 50 milljónum á ári. Ólafur bæjarstjóri kallar eftir sértækum aðgerðum í málefnum hafna landsins. „Eitt af því sem hægt væri að gera jafnt hjá okkur sem og Sandgerði er að stjórnvöld gætu beitt sér fyrir skuldbreytingu á skuldum hafna til að fá lán með hagstæðari vöxtum til að bæta rekstrarskilyrði skuldugri hafna. Það er mikilvægt að við fáum aðstoð annað hvort til að auka tekjur eða lækka kostnað og þar horfi ég sérstaklega á þennan fjármagnskostnað.“
Staðan á svæðinu gæti orðið afar erfið á næstu árum þar sem þau hundruð starfa sem tengjast þorskveiðum og vinnslu hér á Suðurnesjum eru í uppnámi. Ekki má hins vegar gleyma því að fyrirtækin hafa verið að tryggja sér markaði víða um heim af mikilli einurð og dugnaði. Þá eru sum fyritæki sem reiða sig mikið á leigukvóta eða fisk af mörkuðum og á verð þar eflaust eftir að hækka mikið.
Sama hvernig fer er ljóst að stjórnvöld verða að leggja til nánari aðgerðaáætlun verðandi Suðurnes því fá svæði eiga eins mikið undir fiskveiði.
Tækifærin í atvinnumálum eru sem betur fer mýmörg og fjölbreytt, en nú þurfa hugmyndir að verða að framkvæmdum.