Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kvölddagskrá Ljósanætur frestað til morguns
Laugardagur 7. september 2013 kl. 21:01

Kvölddagskrá Ljósanætur frestað til morguns

Veðurguðirnir í óstuði á Ljósanótt. Flugeldasýningin verður á morgun sunnudag.

Búið er að fresta kvölddagskrá sem vera átti á hátíðarsvæðinu á Ljósanótt. Mjög vont veður gengur nú yfir landið sunnan- og vestanvert með rigingu og roki.

Stefnt er að því að einhver dagskrá verði á morgun í stað þess sem dettur út í kvöld, þar á meðal flugeldasýningin en veðurspá fyrir morgundaginn er góð.
Sýningar eru þó opnar og einhverjar verslanir ásamt veitingastöðum í bænum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024