Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Kvikusöfnun í Trölladyngjueldstöð ástæða skjálfta í Krýsuvík?
Miðvikudagur 7. september 2011 kl. 17:25

Kvikusöfnun í Trölladyngjueldstöð ástæða skjálfta í Krýsuvík?


Ástæða jarðskjálfta í Krýsuvík gæti verið kvikusöfnun í eldstöð undir Trölladyngju. Ari Trausti Guðmundsson, jarðfræðingur, sagði í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun að erfitt væri að ráða í jarðskjálftana á þessum slóðum. Hrina skjálfta varð í kringum miðnætti í gær við Krýsuvík.

Verði eldgos á Reykjanesskaganum verður það í líkingu við Kröfluelda, vægt gos með verulegu hraunrennsli en ekki mikilli gjósku. Byggðir á Reykjanesi væru ekki í hættu fari að gjósa í þeirri eldstöð þar sem skjálftar hafa verið að undanförnu. Yrði gosið í eldstöðinni í Trölladyngju myndi hraun renna um Móhálsadal vestan við Sveifluhálsinnn.

Þekkt eru gos í þremur eldstöðvum af fjórum á Reykjanesi á sögulegum tíma en síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.

Ari Trausti sagði að goshrinur á Reykjanesi væru langar og sprungur gætu lengst í norðaustur eftir Reykjanesskaganum. Hraun úr gosi við Trölladyngju renni til sjávar við Krýsuvíkurbjarg en með lengri sprungum geti hraun einnig runnið yfir Reykjanesskagann og ógnað þar raflínum og umferðarmannvirkjum eins og Reykjanesbrautinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024