Kviknaði í út frá kertaskreytingu
Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var í dag kallað að Borgarvegi í Njarðvík þar sem kviknað hafði í kertaskreytingu sem staðsett var í glugga. Vel gekk að slökkva eldinn og var tjón lítið. Í desembermánuði býr slökkviliðið sig undir aukinn fjölda útkalla vegna skreytinga. Gylfi Ármannsson varðstjóri hjá slökkviliði Brunavarna Suðurnesja sagði í samtali við Víkurfréttir að mestu máli skipti fyrir fólk að vera vakandi yfir því hvar skreytingar séu staðsettar og hvernig þær séu útbúnar.
VF-ljósmynd/JKK: Slökkviliðsmaður og lögreglumaður að störfum við Borgarveg í dag.