Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kviknaði í herbergi í bílskúr
Fimmtudagur 17. febrúar 2005 kl. 10:19

Kviknaði í herbergi í bílskúr

Eldur kom upp í herbergi sem innréttað er í bílskúr við Faxabraut í Keflavík rétt fyrir miðnætti í gær. Íbúi skúrsins hafði brugðið sér frá og kom eldur upp í leslampa á meðan, en eldurinn var slökktur þegar lögreglumenn komu að. Talsverðar reykskemmdir urðu í herberginu.

Að öðru leyti var rólegt hjá lögreglunni í Keflavík þrátt fyrir töluverða ófærð framan af morgni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024