Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kviknaði í eftir fikt með eld
Miðvikudagur 22. nóvember 2006 kl. 08:28

Kviknaði í eftir fikt með eld

Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á tildrögum eldsvoðans í íbúðarhúsi við Hringbraut hinn 6. nóvember er á lokastigi. Eldurinn kom upp í barnaherbergi og talið er að kviknað hafi í út frá fikti með eld. Hefur rafmagnsbruni verið útilokaður í rannsókninni. Ung kona og börn hennar tvö sluppu heil á húfi út úr húsinu en heimiliskötturinn drapst. Innbú fjölskyldunnar eyðilagðist í brunanum en tryggingamál munu hafa verið í góðu lagi.


Mbl.greinir frá

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024