Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kviknað í Brautarnesti
Þriðjudagur 21. júlí 2015 kl. 21:14

Kviknað í Brautarnesti

-verulegar skemmdir urðu á húsnæðinu

Eldur kviknaði í söluturninum Brautarnesti við Hringbraut fyrr í kvöld. 

Að sögn Jóns Guðlaugssonar slökkviliðsstjóra Brunavarna Suðurnesja kom útkall vegna elds kl. 20:22 og var búið að slökkva eld tíu mínútur í níu í kvöld. Mikill eldur var í byggingunni þegar slökkvliðið kom á staðinn og svartur reykur.

Slökkviliði er enn að vinna í glæðum en ljóst er að verulegar skemmdir urðu á húsnæðinu. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024