Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kvikmyndamenn í djúpum?
Þriðjudagur 16. ágúst 2005 kl. 21:33

Kvikmyndamenn í djúpum?

Nokkrir ökumenn sem hringdu í Víkurfréttir nú í kvöld blöskraði umgengni starfsmanna kvikmyndarinnar Flags of Our Fathers en drullusvað hefur myndast fyrir utan Ramma húsið í Njarðvík.

Svo virðist sem ökumenn stytta sér leið að Ramma húsinu frá Reykjanesbraut með því að keyra yfir það sem áður virtist vera gras. Einhverjir glöggir á þessa umgengni hafa þó komið upp skilti þar sem akstur þar er sagður bannaður en einn ökumaður virtist ekki hafa séð það.

Hann situr því fastur, eins og sést á ljósmyndinni, í drullusvaðinu og kemur eflaust bifreiðinni ekki áfram fyrr en það þornar í veðri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024