Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kvikan komin upp á minna en eins kílómetra dýpi
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
föstudaginn 7. júlí 2023 kl. 08:29

Kvikan komin upp á minna en eins kílómetra dýpi

Áfram hefur dregið úr skjálftavirkni á Reykjanesi og eru þeir bæði færri og smærri. Um 6.500 skálftar hafa mælst síðan mælingar hófust á þriðjudag, sá stærsti 4,8. Óvissustig almannavarna er enn í gildi og fluglitakóði yfir Fagradalsfjalli er appelsínugulur.

Það hafa verið stórir skjálftar við Eldey í nótt. Kallast „gikkskjálftar“ og tengjast aflöguninni í Fagradalsfjalli.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í morgunfréttum Rúv í morgun, var talað við Lovísu Mjöll Guðmundsdóttur, náttúrvársérfræðing hjá Veðurstofu Íslands, hún segir að þetta svipi mjög til undanfara gossins í fyrra. „Já, það bara heldur áfram að draga úr virkninni og kvikan er þarna á eins kílómetra dýpi þannig að við megum alveg búast við því að ef hún nær á yfirborðið, gæti það gerst á næstu klukkutímum eða dögum þannig við erum bara á tánum og fylgjumst vel með öllum gögnum hjá okkur.“

Lovísa segir sérfræðinga veðurstofunnar ekki greina meiri aflögun í landslagi, þó hún skoði gögnin þó í rauntíma. Skjalftarnir halda áfram að grynnast þrátt fyrir að dregið hafi úr virkninni.

„Já, þeir eru að því. Og þetta svipar mjög til í fyrra, þá dró úr virkni. Skjálftar voru u.þ.b. á þessu dýpi. Þannig við megum allt eins búast við að þetta gæti gerst á næstunni.“

Ef það gerist, þá yrði lítill fyrirvari á því, ekki satt?

„Jú, það er rosa lítill fyrirvari. Þannig við bara fylgjumst mjög vel með til að reyna að sjá hvar þetta kemur upp.“

Jarðskjálftar hafa orðið á Reykjaneshrygg síðustu klukkustundirnar. Lovísa segir þá vera líklega vera gikkskjálfta sem eru tengdi virkninni milli Keilis og Fagradalsfjalls. Þeir verði þó skoðaðir nánar seinna í dag