Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kvikan kemur af enn meira dýpi
Hraunið rennur úr Geldingadölum. VF-mynd: Jón Hilmarsson
Föstudagur 23. apríl 2021 kl. 11:03

Kvikan kemur af enn meira dýpi

Nýjar efnagreiningar frá Jarðvísindadeild HÍ hafa leitt í ljós breytingar í efnasamsetningu kvikunnar sem er að koma upp í Fagradalsfjalli. Nú þegar rúmur mánuður er liðin síðan gosið hófst hefur hlutfall á milli efnasambandanna K2O/TiO2 í kvikunni farið hækkandi. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands greinir frá þessu og vísar til heimildar Edward Marshall, vísindamanns við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands.

Þessar breytingar eru taldar til marks um að kvikan sem nú er að koma upp sé að koma af enn meira dýpi í möttli jarðar heldur en sú sem kom í upphafi eldgossins. Einnig þykir þessi breyting benda til þess að kvikan hafi myndast við minni hlutbræðslu möttuls, samanborið við kvikuna sem kom upp í upphafi eldsumbrotana.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024