Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Kvikan byggir upp gasþrýsting til að rjúfa síðasta haftið
Frá Spákonuvatni á Reykjanesskaga. Þar var mikið grjóthrun í stóra skjálftanum í gærkvöldi. VF/myndir: Ingibergur Þór Jónasson
Mánudagur 10. júlí 2023 kl. 12:48

Kvikan byggir upp gasþrýsting til að rjúfa síðasta haftið

Nú þegar tæpir sex sólarhringar eru liðnir frá því að innskotavirkni hófst við Keili bólar enn ekkert á eldgosi. Mælingar Veðurstofunnar benda þó eindregið til þess að kvikan sé hægt og rólega að vinna sig upp á yfirborð og það því talið tímaspursmál hvenær hún nær upp á yfirborð. Þetta segir í færslu frá Eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands á Facebook.

Verulega hefur dregið úr skjálftavirkni síðustu tvo sólarhringa, en í gærkvöldi varð þó stærsti skjálfti sem orðið hefur á landinu á árinu til þessa. Skjálftinn mældist 5.2 að stærð og voru upptök hans rétt austan við Keili. Nær engin skjálftavirkni mælist í innskotinu og er það talið til marks um hve nálægt yfirborði það er komið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

En hvað tefur kvikuna? Kvikan sem komið hefur upp í síðustu gosum er frumstæð basaltkvika sem er tiltölulega þung kvika. Það sem drífur hana endanlega upp á yfirborð er fyrst og fremst gasþrýstingur. Mikið gasinnihald gerir kvikuna eðliðsléttari heldur en hraunlögin sem innskotið mætir á leið sinni, sem veldur því að kvikan leitar upp á við. Á leið sinni upp til yfirborðs getur kvikan lent í fyrirstöðu sem t.d. geta verið eðlisléttari hraunlög eða móbergslög sem torvelda för hennar upp á við.

Ef við gerum ráð fyrir að gos brjótist út, þá mun það sennilega gerast þegar gasþrýstingur í kvikuganginum hefur byggst það mikið upp að síðasta haftið gefur undan þrýstingnum að neðan og kvika brýst upp á yfirborð. Hvenær það gerist er ómögulegt að spá nákvæmlega fyrir og af því stafar óvissan um hvenær gos hefst.




Grtjóthnullungur fór um 150 metra út á sléttuna við Trölladyngju.