Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Kvika safnast fyrir á 4 km dýpi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
mánudaginn 30. október 2023 kl. 12:52

Kvika safnast fyrir á 4 km dýpi

Fyrstu niðurstöður líkanreikninga Veðurstofu Íslands benda til að kvika sé að safnast fyrir á um 4 km dýpi í nágrenni Grindavíkur. Gögn úr Sentinel gervitungli hafa ekki borist ennþá, en samfelldar GPS mælingar sýna áframhaldandi merki um landris. Hraði þenslunnar hefur þó minnkað örlítið miðað við í upphafi.

Síðasta sólahringinn hafa mælst um 1300 jarðskjálftar á Reykjanesskaga. Meirihluti skjálftavirkninnar er á um 2-4 km dýpi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Stærsti skjálftinn undanfarna sólarhringa varð nú í hádeginu upp á M4,5.

Vísindamenn Veðurstofunnar munu fara á svæðið nærri Svartsengi og Þorbirni í dag til að framkvæma gasmælingar. Regluleg samskipti eru á milli Veðurstofunnar, HS-Orku og Almannavarna á meðan þessari virkni stendur.