Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kvennasveitin Dagbjörg stofnuð
Miðvikudagur 21. apríl 2004 kl. 10:42

Kvennasveitin Dagbjörg stofnuð

Kvennasveitin Dagbjörg var stofnuð á föstudaginn í Reykjanesbæ á fjölmennum félagsfundi. 40 vaskar konur eru fullgildir félagar sveitarinnar ásamt 20 styrktarkonum. Tilgangur kvennasveitarinnar er að vera bakhjarl Björgunarsveitar Suðurnes ásamt því að vinna að slysavörnum. Segja má að björgunarsveitin hafi fengið kvennasveitina í afmælisgjöf en hún var stofnuð á 10 ára afmæli hennar.

Myndin: Stjórn sveitarinnar. Heiðdís Búadóttir ritari, Auður Sigurðardóttir formaður, Kristbjörg Guðmundsdóttir varaformaður, Anna B. Jameson meðstjórnandi, Lilja Siguðardóttir varamaður, Erla Sigurðardóttir varamaður og Valgerður Sigurvinsdóttir gjaldkeri.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024