Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kvennaráðstefna í Listasafni Reykjanesbæjar
Þriðjudagur 8. febrúar 2005 kl. 13:39

Kvennaráðstefna í Listasafni Reykjanesbæjar

Ráðstefnan Konur - aukin áhrif á vinnumarkaði verður haldin í Listasafni Reykjanesbæjar í Duushúsum fimmtudaginn 10. febrúar n.k. frá kl. 13 - 17:30.
Ráðstefnan er ætluð konum sem sinna ábyrgðar- eða áhrifastöðum á Reykjanesi og er markmið hennar að ná til kvenna í atvinnulífinu, fá konur til að koma saman, fræðast og kynnast. Þá má einnig líta á ráðstefnuna sem eitt skref til að mynda tengsl og bakland sem gott er að leita til.

Dagskrá ráðstefnunnar byggist upp á áhugaverðum, lærdómsríkum en umfram allt, skemmtilegum fyrirlestrum.  Fyrirlesarar á ráðstefnunni eru Svafa Grönfeldt lektor við HÍ og framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs hjá Actavis, Kristín Pétursdóttir  forstöðumaður fjárstýringar KB banka og Guðrún Pétursdóttir forstöðumaður Sjávarútvegsstofnunar.

Ráðstefnunni lýkur með léttri dagskrá og tónlist þar sem Hlín Agnarsdóttir, Birta Sigurjónsdóttir koma fram ásamt undirleikara.

Ljósmynd af vef Reykjanesbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024