Fréttir

Kvennafrídagur: Konur safnast saman í ráðhúsinu í Reykjanesbæ
Frá kvennafrídeginum árið 1975 þegar um 25.000 konur lögðu niður störf og atvinnulífið lamaðist.
Mánudagur 24. október 2016 kl. 13:39

Kvennafrídagur: Konur safnast saman í ráðhúsinu í Reykjanesbæ

- Berjast fyrir kjarajafnrétti

Konur á Suðurnesjum eru hvattar til að leggja niður störf klukkan 14:38 í dag og fjölmenna í ráðhúsið í Reykjanesbæ. Þar verður sýnt beint frá samstöðufundi í miðbæ Reykjavíkur sem hefst klukkan 15:15.

Meðalatvinnutekjur kvenna eru 70,3% af meðalatvinnutekjum karla. Konur eru því með 29,7% lægri tekjur að meðaltali. Samkvæmt því hafa konur unnið fyrir sínum launum eftir 5 klukkustundir og 38 mínútur miðað við fullan vinnudag frá klukkan 9 til 17.

Public deli
Public deli

Kvennafrídagurinn var fyrst á Íslandi 24. október árið 1975 og er talið að um 25.000 konur hafi safnast saman í miðbæ Reykjavíkur og er það jafnvel talinn einn stærsti útifundur Íslandssögunnar. Langflestar konur lögðu niður störf þann dag og atvinnulífið lamaðist.

Baráttufundir eru einnig haldnir á Akureyri, Bolungarvík, Borgarnesi, Egilsstöðum, Grundarfirði, Hellu, Höfn í Hornafirði, Ísafirði, Neskaupstað, Patreksfirði, Sauðárkróki, Seyðisfirði, Vopnafirði og Þorlákshöfn.

Að kvennafrídeginum standa ýmis samtök launafólks og kvenna.

Fundurinn verður haldinn í ráðhúsinu í Reykjanesbæ.