Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kvenfélagskonur heiðraðar
Anna Benediktsdóttir, Bjarghildur Jónsdóttir, Dagbjört Óskarsdóttir, Sigríður Óskarsdóttir, Sigríður Ágústsdóttir, Hjálmey Einarsdóttir og Ingveldur Kristjana Eiðsdóttir voru heiðraðar. Með þeim er Sólveig Ólafsdóttir formaður Kvenfélagsins, Elínborg Gísl
Þriðjudagur 15. nóvember 2016 kl. 06:00

Kvenfélagskonur heiðraðar

Sex konur voru heiðraðar í árlegri kvennamessu sem haldin var í Grindavíkurkirkju síðasta sunnudag. Þær fengu gullmerki sem var hannað af lista- og kvenfélagskonunni Evelyn Adólfsdóttur. Þær voru heiðraðar fyrir gott og óeigingjarnt starf fyrir kvenfélagið í Grindavík.

Katrín Jakobsdóttir alþingsmaður fór með hugleiðingu í messunni og Rósalind Gísladóttir söng einsöng. Kirkjukór Grindavíkurkirkju söng við messuna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024