Kvenfélagskonur heiðraðar
Sex konur voru heiðraðar í árlegri kvennamessu sem haldin var í Grindavíkurkirkju síðasta sunnudag. Þær fengu gullmerki sem var hannað af lista- og kvenfélagskonunni Evelyn Adólfsdóttur. Þær voru heiðraðar fyrir gott og óeigingjarnt starf fyrir kvenfélagið í Grindavík.
Katrín Jakobsdóttir alþingsmaður fór með hugleiðingu í messunni og Rósalind Gísladóttir söng einsöng. Kirkjukór Grindavíkurkirkju söng við messuna.