Kvenfélagið í Vogum gaf sex saumavélar
- Nemendur og starfsfólk Stóru-Vogaskóla þökkuðu fyrir með dynjandi lófataki
Kvenfélagið Fjóla í Vogum færði grunnskóla bæjarins sex saumavélar að gjöf í morgun. Saumavélarnar eru ætlaðar til textílkennslu. Hanna Helgadóttir, formaður félagsins, afhenti skólanum vélarnar og veitti Svava Bogadóttir, skólastjóri, þeim viðtöku. Nemendur og starfsfólk þökkuðu kvenfélaginu fyrir með dynjandi lófataki.
Að sögn Hönnu, formanns Kvenfélagsins Fjólu, voru saumavélarnar keyptar fyrir afrakstur ýmissa fjáraflana.
Hjá Kvenfélaginu Fjólu er öflugt starf og fagnaði það 90 ára afmæli sínu síðasta sumar. Við það tækifæri var öllum bæjarbúum boðið til kaffisamsætis á 17. júní.