Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Kveiktu í sorpgámi á Vallarheiði
Fimmtudagur 4. september 2008 kl. 17:31

Kveiktu í sorpgámi á Vallarheiði



Tveir ungir drengir kveiktu í sorpgámi fyrir utan fjölbýlishús á Vallarheiði í Reykjanesbæ nú á fimmta tímanum. Báru þeir eld að pappír sem þeir síðan hentu inn í gáminn. Talsverður eldur hlaust af en hann var einangraður við gáminn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lögreglan hafði fljótt upp á drengjunum, enda sáu margir til ferða þeirra. Lögreglan hafði tal af foreldrum þeirra en drengirnir lofuðu að láta af þeim hættulega leik að leika sér með eld.






Myndir frá vettvangi brunans nú áðan. Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi